16.05.2016 10:12
Skeljungur l. TFIB.
Skeljungur l var smíðaður í Amsterdam í Hollandi árið 1928 fyrir Olíusöluna í Reykjavík. 223 brl. Frá árinu 1932 er Shell h/f í Skildingarnesi talið eigandi skipsins. Skipið var lengt í Hollandi árið 1934 og mældist þá 247 brl. Þá var sett í það 375 ha. Kromhout vél. Skeljungur var fyrsta olíuflutningaskip (tankskip) í íslenskri eigu. Skipið var alla tíð í flutningum milli hafna á Íslandi. Skipið var selt 26 maí árið 1947, Grana h/f á Hjalteyri í Eyjafirði sem lét breyta því í síldveiðiskip. Skipið hét Snerrir EA 771. Skipið sökk á Skagagrunni 12 júlí 1947. Áhöfnin, 21 maður, bjargaðist í nótabátana.
Skeljungur l að losa olíutunnur í Vestmannaeyjum. Ljósmyndari óþekktur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1388
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 4592
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 1354088
Samtals gestir: 88576
Tölur uppfærðar: 2.7.2025 08:39:00