19.05.2016 08:05
Hafstein ÍS 449. LCKG / TFND.
Hafstein ÍS 449 var smíði númer 895 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1919. Hét fyrst Michael Mcdonald og var í eigu breska flotans. 313 brl. 600 ha. 3 þjöppu gufuvél. Seldur sama ár Hudson Brothers Ltd í Hull, fær nafnið Kanuck H 123. Togarinn var seldur h/f Græði á Flateyri árið 1925 og fær nafnið Hafstein ÍS 449. Árið 1935 er skráður eigandi Gnótt h/f á Flateyri. Seldur árið 1938 Gnótt h/f á Grundarfirði. Seldur 1939 h/f Mars í Hafnarfirði, fær nafnið Hafstein RE 156. Seldur í júlí 1944 Einari Einarssyni í Grindavík, hét Hafstein GK 363. Í október sama ár er Ólafur E Einarsson h/f í Keflavík eigandi skipsins. Selt h/f Vestra í Reykjavík árið 1945. Selt 1948 Dieselskipi h/f í Reykjavík. Selt sama dag Selvik p/f í Saurvogi í Færeyjum, hét Havstein VA 16. Togarinn var seldur í brotajárn til Danmerkur árið 1955 og rifinn í Odense sama ár.

Hafstein ÍS 449 í Reykjavíkurhöfn. Ljósmyndari óþekktur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1882
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1192284
Samtals gestir: 83672
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:39:31