07.06.2016 10:26

Kútter Björgvin RE 18. LBSC.

Björgvin RE 18 var smíðaður í Englandi árið 1885. Eik, 89 brl. Vél ókunn, (var með hjálparvél). Eigendur voru Árni Kristinn Magnússon, Nicolai Bjarnason, Carl Bjarnason og Þórður Bjarnason frá 1 desember árið 1900. Árið 1906 voru eigendur Árni Kristinn Magnússon, Nicolai Bjarnason, Þórður Pétursson, Ellert Kristófer Schram og Ingunn Jónsdóttir Bjarnason í Reykjavík. Skipið var selt 2 janúar 1911, Firmanu H.P. Duus í Reykjavík. Árið 1917 var sett í skipið 84 ha. Tuxham vél. Björgvin var seldur til Færeyja árið 1925 og hélt sínu nafni þar.


Kútter Björgvin RE 18.                                                                                     Ljósmyndari óþekktur.
                  
                    KÚTTER BJÖRGVIN
". Haustið 1900 fór Kristinn Magnússon til Englands og festi þar kaup á myndarlegum kútter er þeir keyptu í félagi þrír saman. Þeir nefndu skipið "Björgvin", og var Kristinn með það í fjögur ár. Kristinn var fæddur 24. nóvember 1873 í Reykjavík, líklega á Skálarústum þeirra landnámshjóna Hallveigar Fróðadóttur og Ingólfs Arnarsonar. Skúli fógeti setti þar á stofn "Ullarstofu Innréttinganna" og það var hann sem fyrstur beitti sér fyrir skipulegri útgerð á íslandi. Kristinn fór í fóstur til frænda síns og nafna, skipasmiðsins í Engey oq þess vegna var hann kenndur við hana. Hann var einn af þeim sex nemendum sem fyrstir brautskráðust frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík í aprílmánuði 1893 Kristinn hélt tryggð við fæðingarstað sinn og reisti hann þar síðar húsið Uppsali. Í "Sjómannasögu" eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, sem Isafoldarprentsmiðja gaf út 1945, eru myndir af ýmsum gerðum skipa, þar á meðal er mynd af einum kútter á bls. 48, það er "Kútter Björgvin". Myndin er góð og greinilega sjást einkennisstafirnir, R.E. 18, á stórseglinu. Rúmmál skútunnar var talið 89 47/100 smálestir. Fyrsta skipshafnarskráin er frá 18/2 1901, hún er til í Þjóðskjalasafninu. Til er ljósmynd af skipshöfninni frá árinu 1902. Örugg vitneskja er um nöfn, aldur og fæðingarstað allra mannanna, nema tveggja. Ennþá getur sennilega einhver upplýst okkur um hverjir þeir eru. Í viðtali sem Gils Guðmundsson alþingismaður átti við Kristinn Magnússon skipstjóra og nefnist "Frá Skútuöldinni" og birtist í bókinni "Fólkið í landinu", útgefin af Menningar- og fræðslusambandi al- þýðu 1951, segir Kristinn á bls. 196, orðrétt: "Kútter Björgvin" er enn til í Færeyjum og ber sitt gamla nafn. Kom hann hingað síðast í fyrra og þótti mér gaman að sjá þennan fornkunningja minn, sem ber ellina furðu vel." Þegar komið verður upp sjóminjasafni er ekki ólíklegt að þar verði eitt þilskip. Að siálfsögðu hef ég mestan áhuga á "Kútter Björgvin", sem sennilega er ennþá til í Færeyjum.

Sjómannadagsblaðið 40. Árg. 1977.



Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45