09.06.2016 10:29
E.s. Snæfell. TFCM.
Norska flutningaskipið
"Kongshaug" lá á höfninni og var nýbúið að lesta 6000 tunnur af matjesíld
frá "Sambandi íslenzkra matjesíldarframleiðenda" og átti að fara til
Gdynia í Póllandi. Það sleit upp í nótt og rak upp á land á Skútufjörum, sem
eru austan fjarðar, beint á móti hafnarbryggjunni. [Samkvæmt skeyti til Sjóvá-
tryggimgarfélags íslands, er talið að skipið muni ekki nást út.] Menn voru
allir um borð í skipinu, en talið er, að þeir séu ekki í neinni hættu, og ekki
talið líklegt, sem stendur, að farmurinn muni eyðileggjast, ef veður lægði bráðlega.
Farmurinn var vátryggður hjá Sjóvátryggingarfélaginu fyrir 200 þúsumd krónur.
Alþýðublaðið 28 október 1934.