13.06.2016 21:06

Stórstraumsfjara í Flatey á Breiðafirði.

Ég tók þessar myndir í Flatey 3 júní sl. Í þau 45 ár sem ég hef verið af og til í eyjunni hef ég aldrei orðið vitni af eins mikilli fjöru. Það liggur við að hvert sker eða boði komi upp og þá er nú heldur betur orðið vandratað á milli þeirra. Þarna var ennþá rúmur klukkutími í liggjandann. Siglingaleiðir milli eyja í Vestureyjum miðast oft mikið við flóð eða fjöru eðlilega, enda gífurlegur munur flóðs og fjöru í Breiðafirði.


Kerlingarvogur í Flatey. Sýrey til hægri og grynningar langt vestur af henni. Skjaldmeyjareyjar bera í vesturenda Sýreyjar. Barðastrandarfjöllin í fjarska.


Teinæringsvogur til vinstri. Flateyjarklofningur fyrir miðju. Oddbjarnarsker komið vel upp úr lengst til vinstri.


Höfnin í Flatey. Kerlingarvogur í forgrunni. Vesturbúðarvör hinu megin við garðinn næst á myndinni.
                                                                             (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 3 júní 2016.
Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45