14.06.2016 08:27

Kútter Hvanney BA 9. LBTM.

Hvanney var smíðuð í Englandi árið 1883. Eik 50 brl. Eigandi var Islandsk Handels & Fiskeri Co í Kaupmannahöfn frá 6 mars árið 1900. (I.H.F). Var danskt félag að mestu leiti og var með sína aðstöðu á Patreksfirði. Skipið var selt Pjetri A Ólafssyni á Patreksfirði 6 maí 1908. Var svo síðar selt Hjálmari Sigurðssyni í Stykkishólmi (1910-11 ?). Var síðast í eigu Kaupfélags verkamanna í Stykkishólmi. Talið ónýtt og rifið árið 1927.


Hvanney BA 9 á fjörukambi á Patreksfirði.                                                  Ljósm: Pjetur A Ólafsson.

Í blaðinu Vestra frá 9 september árið 1905 birtist þessi auglýsing frá I.H.F. ; 


I.H.F seldi flest öll þilskip sín á árunum 1907-8 og var það verslunarstjóri þeirra, Pjetur A Ólafsson sem keypti þau flest og hélt úti mikilli útgerð frá Patreksfirði. Pétur keypti svo árið 1911 enskan togara, Invicta af Alec Black í Grimsby. Sá togari fékk nafnið Eggert Ólafsson BA 127.


Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57