15.06.2016 09:06
Skonnortan Sigurborg.
Skonnortan Sigurborg var smíðuð í Danmörku árið 1875. 32 brl. Eigendur voru Eyjólfur E Jóhannsson í Flatey á Breiðafirði og fl í Breiðafjarðareyjum frá 15 apríl árið 1886. Þannig hljóðar það í 1 bindi Íslenskra skipa. Í Skútuöldinni segir orðrétt,;


Sumarið 1886 keypti Hafliði Eyjólfsson í Svefneyjum 30 rúmlesta skútu, ásamt Snæbirni í Hergilsey, Kristjáni föður hans og Eyjólfi Jóhannssyni kaupmanni í Flatey. Hafliði sá um útgerð skipsins og annaðist fjárreiður, en Snæbjörn var skipstjórinn. Sigurborg nefndist skúta þessi og var dönsk að smíði, sterkt skip og gott. Hún var með skonnortusiglingu og þótti hin þægilegasta fleyta,;
Í almanaki handa íslenzkum fiskimönnum frá árinu 1917 heitir skútan Flatey BA 131 og í eigu Pjeturs A Ólafssonar á Patreksfirði. Ekki minnst á að vél sé í skútunni þar. Í skrá yfir Íslensk skip frá árinu 1928 segir,; Flatey BA 131. 32 brl. 40 ha. Bolinder vél. 16,70.m á lengd, 4,52 m. á breidd og djúprista 1,82 m. Eigandi þá var Pjetur A Ólafsson á Patreksfirði.
Skonnortan Sigurborg á þurru í Grýluvogi í Flatey. Silfurgarðurinn í forgrunni. Nafnið fékk hann vegna þess að Guðmundur Scheving sýslumaður, sem lét hlaða hann, greiddi verkamönnunum í silfri fyrir verkið. Myndin er tekin stuttu fyrir aldamótin 1900. Ljósm: Pjetur A Ólafsson.
Skonnortan Flatey á fjörukambi í Patreksfirði. Ljósm: Pjetur A Ólafsson.
Varðandi færsluna frá því í gær um kútter Hvanney, hefur Birgir Þórisson mikið til síns máls í áliti sínu frá því í gær. Í fyrsta lagi er myndin ekki af kútter sem er rúmlega 50 brl. að stærð. Einnig það að samanburður á þessum myndum hér að ofan og myndinni af "Hvanney" frá því í gær, má leiða að því líkum að hér sé um sama skipið að ræða.
Heimildir: Íslensk skip. 1 bindi.
Skútuöldin. 1 bindi.
Eylenda ll.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30