16.06.2016 09:43

Kútter Ása GK 16. LBCQ.

Ása GK 16 var smíðuð í Galmpton í Englandi árið 1886 og gerð út frá Grimsby. Eik og fura, 89 brl. með hjálparvél, tegund ókunn. Keypt til Íslands árið 1902 frá Noregi, hét þá Evening Star. Eigandi var Ólafur Á Ólafsson (Olavsen) í Keflavík frá 17 nóvember 1902. Í desember 1904 er firmað H.P. Duus í Keflavík eigandi Ásu. Skipið strandaði við Hvalsnes 10 október 1919 þegar það var á leið til Englands með saltfiskfarm. Áhöfnin bjargaðist á land en Ása eyðilagðist á strandstað. Ása var stórt og gott skip og að margra dómi eitt fallegasta skip flotans á þessum árum. Hafði Ása verið í röð aflahæstu skipanna ár eftir ár, enda kunnur sægarpur sem fór með stjórn á því, Friðrik Ólafsson frá Ártúni á Kjalarnesi.


Kútter Ása GK 16 á Krossvík við Akranes í byrjun vetrarvertíðar 1908.                       Ljósm: óþekktur.
Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57