17.06.2016 04:52

Guðrún. LBMN.

Skonnortan Guðrún var smíðuð í Dunkerque í Frakklandi árið 1861. 94 brl. Hét áður Camilla og var gerð út til fiskveiða við Ísland. Hún strandaði á Patreksfirði árið 1883 og keypti Markús Snæbjörnsson hana á uppboði. Náði hann henni á flot lítið skemmdri og gerði við hana. Þetta myndarlega skip var síðan í verslunarferðum innanlands og utan, einkum með fisk til Spánar og Ítalíu, en einnig til Danmerkur. Var Markús sjálfur skipstjóri á Guðrúnu fyrstu árin. Guðrún var seld til Svíþjóðar árið 1900.


Skonnortan Guðrún á Patreksfirði.                                                                   Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30