22.06.2016 03:34

B.v. Ethel RE 237.

Ethel RE 237 var smíðaður hjá Goole Shipbuilding & Repairing Co Ltd í Goole á Englandi árið 1907. Smíðanúmer 267. 278 brl. 3 þjöppu gufuvél smíðuð af W.V.V. Lidgerwood Coatbridge. Hét áður Ethel FD 173 og var fyrst í eigu Louis Cohen í Fleetwood. Seldur 24 júní 1912, The Active Fishing Co Ltd í Fleetwood. Var í þjónustu breska flotans frá júní 1915 þar til honum var skilað til eigenda sinna 12 mars 1919. Seldur í desember 1919, h/f Atlanta í Reykjavík (Elías Stefánsson), fær nafnið Ethel RE 237. Seldur í desember 1923, J.Marr & Son Ltd í Fleetwood, hét Irvana FD 430. Seldur árið 1925, Comissariado Gereal dos Abastecimentos í Lissabon, Portúgal, hét Apolo. Seldur í janúar 1927, Sociedade Comercial Maritima Ltda í Lissabon, hét Cabo Juby. Togarinn var seldur í brotajárn árið 1958.

 
B.v. Ethel RE 237.                                                                                                  Málari óþekktur.                                       
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30