24.06.2016 08:15
Sæfinnur NK 76. TFNK.
Sæfinnur NK 76 var smíðaður í Yarmouth á Englandi árið 1915. Eik 102 brl. 200 ha. Wichmann vél (1938). Hét áður Vigelant. Eigandi var Gísli Kristjánsson útgerðarmaður í Neskaupstað frá 20 september 1938. 27 júlí 1943 var skráður eigandi h/f Sæfinnur, Sandi í Mjóafjarðarhreppi, hét Sæfinnur SU 76. Skipið var selt 20 desember 1945, Sæfinni h/f á Akureyri, hét Sæfinnur EA 9. Selt 30 apríl 1955, Fiskveiðahlutafélaginu Viðey í Reykjavík (Jón Franklín ?) hét Sæfinnur RE 289. Skipið strandaði í Hornafjarðarósi 19 nóvember 1957 og eyðilagðist. 5 manna áhöfn og 1 farþega var bjargað af björgunarsveit SVFÍ á Hornafirði. Sæfinnur RE 289 var síðustu árin í vöruflutningum hafna á milli innanlands og í þessari síðustu ferð var skipið í leiguferð fyrir Skipaútgerð ríkisins.


Sæfinnur NK 76 á Norðfirði á stríðsárunum. Ljósm: Karl Pálsson.
Sæfinnur RE 289 á Reykjavíkurhöfn. Ljósmyndari óþekktur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30