25.06.2016 10:07
Flink EA 11. Hákarlaskip.
Flink EA 11 var smíðaður á Akureyri af Bjarna Einarssyni smiði fyrir Höepfnersverslun á Akureyri rétt fyrir aldamótin 1900. Eik og fura 28 brl. Skipið rak á land í Haganesvík 5 maí 1923 í miklu óveðri og eyðilagðist. Áhöfnin bjargaðist.

Hákarlaskipið Flink EA 11. Afturseglið er merkt EA 15, en það mun hafa verið af Maríönnu EA 15 sem Carl Höepfner keypti árið 1907 af Gudmann Efterfölger í Kaupmannahöfn. Maríanna fórst 13 eða 14 maí 1922 út af Hornbjargi með allri áhöfn, 12 mönnum. Ljósm: Óþekktur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 760
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 946
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 2142334
Samtals gestir: 96507
Tölur uppfærðar: 8.1.2026 08:03:33
