26.06.2016 09:06

Reykjanes RE 94. TFDG.

Reykjanes RE 94 var smíðaður í Selby á Englandi árið 1922 sem línuveiðari. Stál 98 brl. 200 ha. 2 þjöppu gufuvél. Fyrsti eigandi hér á landi var Magnús Thorberg í Reykjavík frá 6 júlí 1926, hét þá Hafþór ÍS 453. Hét áður Silene. Skipið var selt 1 desember 1927 Árna Þórarinssyni, Sigurjóni Högnasyni, Eyvindi Þórarinssyni, Guðmundi Helgasyni, Þórarni Bernódussyni og Júlíusi Jónssyni í Vestmannaeyjum, hét Venus VE 20. Selt árið 1933 Júlíusi Guðmundssyni og fl á Þingeyri, hét Venus ÍS 160. Selt 1935 Guðmundi J Ásgeirssyni á Þingeyri. Selt 1940 Pétri O Johnson og fl í Reykjavík, skipið hét Reykjanes RE 94. Árið 1941 var skipið endurbyggt mikið, m.a. ný yfirbygging og hvalbakur settur á skipið. Einnig var sett ný vél, 232 ha. Allen díesel vél í skipið. Mældist þá 103 brl. Skipið sökk út af Tjörnesi, 24 júlí 1942. Áhöfnin, 18 menn bjargaðist í nótabátana og þaðan um borð í Ólaf Bjarnason MB 5 frá Akranesi. Skipið var þá á síldveiðum og talið að ofhleðsla hafi valdið því að skipinu hvolfdi og það síðan sokkið skyndilega.


Reykjanes RE 94 í Vestmannaeyjahöfn.                                                          Mynd í minni eigu.

ATH.

Myndin sem ég setti inn hér á síðuna í gær og átti að sýna Reykjanes RE 94 í sínu upprunalega útliti sem Hafþór ÍS 453. Þessi mynd er í 2 bindi, bls 61 í bókaflokknum Íslensk skip og merkt þar sem Hafþór, en reyndist vera vitaskipið Hermóður. Þetta er bara ein af mörgum villum í þeim annars ágæta bókaflokki sem ég vitna mikið í. Takk fyrir að benda á þetta Óttar minn, bestu kveðjur. 
                                                                                                           
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30