01.07.2016 08:45
M.s. Hekla l. TFCA. Strandferðaskip.
Hekla var smíðuð í Álaborg í Danmörku árið 1948. 1.456 brl. 2 x 1.600 ha. Polar díesel vélar. Eigandi var Skipaútgerð ríkisins frá 6 september 1948. Hekla var í strandferðum við Ísland og flutti farþega, póst og vörur milli hafna. Árin 1949 til 1953 var Hekla í farþegaflutningum milli Reykjavíkur og Glasgow í Skotlandi á sumrin og frá 1954 til 1956 var hún að sumri til í farþegaflutningum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar með viðkomu í Færeyjum og Björgvin á útleið, en kom við í Gautaborg, Kristiansand og Færeyjum á heimleið. Hekla var seld til Grikklands árið 1966, hét þar Kalymnos og var farþegaferja milli hafna í Eyjahafinu.

90. Hekla l á siglingu. (C) Mynd: Handels & Söfartsmuseets.dk
M.s. Hekla l við bryggju á Ísafirði. Mynd í minni eigu.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 404
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 343
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 1203177
Samtals gestir: 83925
Tölur uppfærðar: 6.4.2025 19:47:35