02.07.2016 10:38
Erlend skemmtiferðaskip í Reykjavíkurhöfn.
Á þessum árstíma er mikið um komur erlendra skemmtiferðaskipa til landsins og fer þeim stöðugt fjölgandi ár frá ári. Þessi tvö skip voru í Reykjavíkurhöfn í gær. Annað þeirra er Hamburg sem er 15.067 brl. smíðað árið 1997 og Star Legend, 9.961 brl. smíðað árið 1992. Bæði eru þau skráð í Nassau á Bahamaeyjum.




Hamburg við Miðbakka Reykjavíkurhafnar.
Hamburg við Miðbakkann.
Star Legend við Faxagarð. Laugarnesið dælir brennsluolíu á skipið.
Star Legend við Faxagarð. Skúturnar liggja í röðum við Ingólfsgarðinn.
(C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 1 júlí 2016.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1193
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 578
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1997259
Samtals gestir: 94537
Tölur uppfærðar: 8.10.2025 12:50:11