06.07.2016 09:36

B.v. Ása RE 226. LCGM.

Ása RE 226 var smíðuð hjá H. J. Coopman & Co í Dordrecht í Hollandi árið 1917. 305 brl. 550 ha. 3 þjöppu gufuvél. Hét áður Vínland RE 226 og var í eigu Geirs Thorsteinssonar & Co frá árinu 1919. Skipið var selt árið 1923, H. P. Duus í Reykjavík, hét Ása RE 226. Togarinn strandaði við Dritvíkurtanga 20 desember árið 1925. Áhöfnin komst í skipsbátana og var bjargað þaðan um borð í þýskan togara og fiskflutningaskipið La France. Skipið eyðilagðist á strandstað. Á myndinni er Ása að toga við sandana, sunnan við Mýrdal í mars árið 1924.

 
Ása RE 226 á toginu út af Mýrdalnum í mars 1924.          Ljósmyndari óþekktur, mynd í minni eigu.


ATH.

Ása RE ex Vínland RE 226 var talinn hafa haft einkennisstafina RE 18 og er þannig skráður í 3 bindi, bls 136 í bókaflokknum Íslensk skip. Í 5 bindi sama bókaflokks á bls 148 er skráð, óvíst um númer. Ég fékk þessa mynd af Ásu fyrir stuttu síðan, myndin er í góðri upplausn og sést vel að skipið er með skráninguna RE 226 á lunningunni aftur við hekkið. 
Togarinn var smíðaður fyrir Geir Thorsteinsson & Co árið 1917 en kom ekki til landsins fyrr en 2 árum síðar vegna ófriðarins í Evrópu. 
Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 3444
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1200271
Samtals gestir: 83858
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 02:53:33