13.07.2016 09:28
L. v. Sæbjörg GK 9. TFHE.
Sæbjörg GK 9 var smíðuð í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1904. 159 brl. 280 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi var Fiskiveiðahlutafélagið Sæbjörg í Hafnarfirði frá 12 janúar árið 1929. Skipið var selt 16 desember 1932, h/f Draupni á Bíldudal, hét Ármann BA 7. Selt 15 júní 1937, h/f Jökli í Reykjavík, hét Jökull RE 55. Skipið var lengt árið 1940, mældist þá 201 brl. Selt til niðurrifs árið 1956. Sæbjörg var smíðuð sem togari en síðar breytt í línuveiðara og keyptur til landsins sem slíkur. Skipið stundaði einnig síldveiðar hér við land.


Línuveiðarinn Sæbjörg GK 9. Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson. ?
Jökull RE 55 með síldarfarm á Siglufirði. (C) Mynd: Þjóðminjasafn Íslands.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45