23.07.2016 08:42
813. Svanur RE 88. TFHN.
Svanur RE 88 var smíðaður í Gautaborg í Svíþjóð árið 1944. Eik 74 brl. 180 ha. Skandia díesel vél. Hét áður Emanuel. Eigandi var Skaftafell h/f í Reykjavík frá 2 ágúst 1945. 28 júní 1949 voru eigendur skipsins Andrés Finnbogason, Þorbjörg Sigurðardóttir og Runólfur Pétursson í Reykjavík. Árið 1954 var sett ný vél í skipið, 480 ha. GM díesel vél. Nýtt stýrishús og vélarhús var sett á skipið árið 1960 og það endurmælt og mældist þá 81 brl. Stuttu síðar var einnig settur hvalbakur á skipið. Svanur fórst í róðri um 20 sjómílur út af Kópanesi, 22 desember árið 1966 með allri áhöfn, 6 mönnum.




Svanur RE 88 eins og hann leit út þegar hann kom til landsins árið 1945.
Svanur RE 88. Þarna kominn með nýtt stýrishús.
Svanur RE 88. Hvalbakur kominn á skipið. (C) Myndir: Snorri Snorrason.
Hraðfrystihúsið í Hnífsdal hafði haft skipið á leigu frá því um sumarið. Þeir sem fórust með Svani RE 88 voru;
Ásgeir Karlsson skipstjóri. Hnífsdal.
Einar Jóhannes Lárusson stýrimaður. Hnífsdal.
Friðrik Maríasson 1 vélstjóri. Hnífsdal.
Jón Helgason 2 vélstjóri. Hnífsdal.
Jóel Einarsson matsveinn. Hnífsdal.
Hermann Lúthersson háseti. Reykjavík.

Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30