24.07.2016 09:38
1472. Klakkur SK 5. TFVM.
Klakkur SK 5 var smíðaður hjá Stocznia Im Komuny Paryskiey í Gdynia í Póllandi árið 1977 fyrir h/f Klakk í Vestmannaeyjum. Hét fyrst Klakkur VE 103. 488 brl. 2.200 ha. Sulzer díesel vél. Eigandi frá árinu 1980 var Samtog h/f í Vestmannaeyjum. Ný vél var sett í skipið (1987) 2.200 ha. B&W Alpha díesel vél, 1.620 Kw. Skipið var selt 6 júlí 1992, Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar h/f, hét Klakkur SH 510. Klakkur komst í eigu FISK-Seafood ehf þegar Fiskiðjan Skagfirðingur og Hraðfrystihús Grundarfjarðar voru sameinuð 1 janúar árið 1996. Heitir í dag Klakkur SK 5 og er gerður út af FISK Seafood ehf á Sauðárkróki.

Klakkur SK 5 við bryggju á Sauðárkróki. (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa. 17 júlí 2016.
Klakkur VE 103 var einn af þremur togurum sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Gdynia í Póllandi á árunum 1976-77, hin systurskipin tvö voru;
1471. Ólafur Jónsson GK 404. Útgerð, h/f Miðnes í Sandgerði og Keflavík h/f í Keflavík.
1473. Bjarni Herjólfsson ÁR 200. Útgerð, Árborg h/f á Selfossi.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1183
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191585
Samtals gestir: 83669
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 21:57:30