28.07.2016 11:27
47. Fagriklettur GK 260. TFSK.
Fagriklettur GK 260 var smíðaður á Akureyri árið 1943. Eik, 125 brl. 280 ha. Lister díesel vél. Eigandi var Hlutafélagið Fiskaklettur í Hafnarfirði frá 24 júlí 1943. Árið 1959 var sett í skipið 400 ha. Lister díesel vél. Selt 22 febrúar 1968 Jakob Sigurðssyni og Magnúsi Grímssyni í Reykjavík, hét Sæborg RE 20. Skipið brann og sökk út af Malarrifi 11 september 1975. Áhöfnin, 8 menn komst í gúmmíbjörgunarbátinn og var bjargað þaðan um borð í togarann Ögra RE 72 frá Reykjavík.

Fagriklettur GK 260. Ljósmyndari óþekktur. Mynd í minni eigu.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1882
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1192284
Samtals gestir: 83672
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:39:31