03.08.2016 12:21

2731. Þórir SF 77. TFAK.

Þórir SF 77 var smíðaður í Kaohsiung í Taiwan árið 2009. 383 bt. 711 ha. Mitsubishi díesel vél, 523 Kw. Þórir er gerður út af Skinney-Þinganesi h/f á Höfn í Hornafirði.


Þórir SF 77 í Reykjavíkurhöfn.                                       (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa. 28 júlí 2016.


Verið að landa úr Þóri SF í Reykjavíkurhöfn.                  (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa. 23 júní 2016.

Skinney-Þinganes var stofnað árið 1999 með samruna þriggja fyrirtækja, Borgeyjar hf., Skinneyjar hf. og Þinganess ehf. Borgey var elst þessara fyrirtækja, stofnað af Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga ásamt hópi einstaklinga árið 1946, en Skinney og Þinganes voru fjölskyldufyrirtæki með um það bil 30 ára sögu að baki. Skinney var stofnuð árið 1968 en Þinganes fjórum árum síðar. Bæði fyrirtækin gerðu út vertíðarbáta og frá árinu 1987 rak Skinney einnig allumfangsmikla saltfiskverkun, humarfrystingu, síldarsöltun, síldar- og loðnufrystingu og niðurlagningu á síld.


Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 2965
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 1197286
Samtals gestir: 83837
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 03:29:50