11.08.2016 08:53
M. b. Fagranes. TFKA.
Fagranes var smíðað í Molde í Noregi árið 1934. Eik og fura, 60 brl. 150 ha. Skandía vél. Eigendur voru Leifur Böðvarsson og Ármann Halldórsson á Akranesi frá 16 júlí 1934. Hét Fagranes MB 32. Lengt árið 1939, mældist þá 70 brl. Skipið var selt 2 nóvember árið 1942, Hlutafélaginu Djúpbátnum á Ísafirði, sama nafn. Ný vél (1946), 240 ha. Mirrless vél. Fagranesið var í áætlunarferðum í Ísafjarðardjúpi til ársins 1963 að það var talið ónýtt og skipinu lagt.


Djúpbáturinn Fagranes. Ljósmyndari óþekktur.
Djúpbáturinn Fagranes. Ljósmyndari óþekktur. Mynd í minni eigu.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 391
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 2205
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 2066879
Samtals gestir: 95486
Tölur uppfærðar: 25.11.2025 03:33:06
