13.08.2016 09:27
Sæfell VE 30. NCFP / OUIP / TFNB.
Sæfell VE 30 var smíðað hjá Helsingör Jernskibs & Maskinbyggeri A/S í Helsingör í Danmörku árið 1890 fyrir Östersöen D/S. A/S í Kaupmannahöfn, hét upphaflega Maja. Smíðanúmer 23. 391 brl. 240 ha. 2 þennslu gufuvél. Selt 19 júní 1897, D.F.D.S. (Sameinaða gufuskipafélagið), sama nafn. Selt 12 febrúar 1938, Kaptajn Börge Bentzen í Kaupmannahöfn, fær nafnið Christian B. Selt 29 mars 1939, Secunda A/S í Kaupmannahöfn, sama nafn. Selt 10 júní 1939, Christian Holm Jacobsen í Þórshöfn í Færeyjum, hét Sildberin. Skipið var selt árið 1942, Hlutafélaginu Sæfelli í Vestmannaeyjum, fær nafnið Sæfell VE 30. Skipið fór margar ferðir með ísvarinn fisk til Englands á stríðsárunum og á árunum þar á eftir. Selt árið 1948, Júpíter h/f í Reykjavík (Heimild til fyrir þessari sölu). Skipið var selt 15 júní 1948, Ingólfi h/f á Ingólfsfirði á Ströndum, Ragnari Stefánssyni í Vestmannaeyjum og Kristmanni Hjörleifssyni í Reykjavík, skipið hét Ófeigur VE 30. Skipið var selt til niðurrifs 19 september árið 1950 og tekið af Íslenskri skipaskrá 1951.
Sæfell VE 30 í Vestmannaeyjahöfn á stríðsárunum. Ljósmyndari óþekktur. Mynd í minni eigu.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 609
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 2965
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 1197349
Samtals gestir: 83838
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 03:56:56