15.08.2016 08:52
B. v. Forseti RE 10 í slipp á Akureyri árið 1950.
Togarinn Forseti RE 10 var smíðaður hjá Kaldnes Mekaniske Verksted í Tönsberg í Noregi árið 1928. 405 brl. 600 ha. 3 þennslu gufuvél. Hét áður Gulltoppur RE 247. Þegar hér er komið sögu á árinu 1950 er togarinn í eigu Forseta h/f í Reykjavík og er í slippnum á Akureyri. Nokkrum árum síðar var hann seldur útgerðarfélaginu Drangi í Saurvogi í Færeyjum og fékk nafnið Tindhólmur VA 115. Var endurbyggður árið 1957 og að lokum seldur í brotajárn árið 1966.


B. v. Forseti RE 10 í slippnum á Akureyri árið 1950. Ljósm: Díana Þ Kristjánsdóttir.
Siglt um Færeyjar stuttu eftir 1950 í sölutúr áleiðis til Englands á Forseta RE 10 framhjá tignarlegum Tindhólmi. Örlögin höguðu því svo að Forseti fékk nafnið Tindhólmur í Færeyjum.
Ljósm: Díana Þ Kristjánsdóttir.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 609
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 2965
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 1197349
Samtals gestir: 83838
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 03:56:56