18.08.2016 10:48
E. s. Miaca. LBDG.
Miaca var smíðuð í Rutherglen í Skotlandi árið 1866. Stál 349 brl. 2 x 75 ha. gufuvélar. Skipið var strandferðaskip við Kínastrendur í 10 ár, en Ottó Wathne kaupmaður og útgerðarmaður á Seyðisfirði keypti skipið 10 nóvember 1886. Það var aðallega í flutningum með vörur og farþega milli Austur og Norðurlandshafna og Skotlands. Flutti m.a. útflytjendur til Granton í Skotlandi, sauðfé og hesta til Leith í Skotlandi. 26 apríl 1888 var Miaca á leið til Seyðisfjarðar en lenti í ís og festist. Á flóðinu 28 apríl kom los á ísinn svo að skipið losnaði og var þá reynt að komast suður á Fáskrúðsfjörð. Kom þá leki að skipinu og var því rennt á land í Vöðlavík, norðan Reyðarfjarðar. Þar varð skipið að flaki.



Miaca í fjörunni í Vöðlavík. Ljósmyndari óþekktur.
Teikning af Miaca. Teiknari óþekktur.
Ferðaáætlun sem birtist í Ísafold 1 júní árið 1887 fyrir gufuskipið Miaca.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30