19.08.2016 09:24

Mótorsk. Nordlyset.

Mótorskonnortan Nordlyset var smíðuð í Helsingborg í Svíþjóð árið 1897. 93 brl. Var með hjálparvél, stærð og gerð óþekkt. Alfred Fr Philipsen kaupmaður í Reykjavík og forstjóri Hins íslenska steinolíufélags í Reykjavík, sem var dótturfélag D.D.P.A (Det Danske Petroleumsselskab í Kaupmannahöfn), keypti skipið árið 1908. Nordlyset var í olíuflutningum milli hafna á Íslandi. Olían var þá flutt í stórum tréfötum. Nordlyset var selt úr landi árið 1915.


Mótorskonnortan Nordlyset.                                                                        Ljósm: Magnús Ólafsson.
Flettingar í dag: 654
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1389
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 1424914
Samtals gestir: 92128
Tölur uppfærðar: 17.8.2025 12:37:17