20.08.2016 10:22
Reykjavíkurhöfn stuttu eftir 1920.
Reykjavíkurhöfn hefur alla tíð verið lífæð Reykjavíkur síðan hún var gerð á árunum 1913 til 1917. Eins og sést á þessari mynd hefur alltaf verið mikið að gera þar, kaupskip að koma og fara og eftir þessar miklu hafnarframkvæmdir geta þau lagst við bryggju og losað vörur þangað í stað þess að liggja út á ytri höfninni og láta ferja allan varning með uppskipunarprömmum á land. Skipunum, stórum jafnt sem smáum er siglt upp í sandinn og látið fjara undan þeim og þau lagfærð eða máluð á fjörunni eða hvað annað sem til féll. Utan á Miðbakkanum er erlent kaupskip. Austan við Miðbakkann er togarinn Ver GK 3 frá Hafnarfirði, smíðaður í Selby 1920. Framan við hann í kverkinni er óþekkt skonnorta. Við gömlu steinbryggjuna, að vestanverðu er Skjaldbreið RE 199, smíðaður í Taxe í Danmörku 1917, 38 brl. Aftan við hann er gamall uppskipunarprammi. Austan við steinbryggjuna, nær er Svanur GK 462, smíðaður í Reykjavík 1916, 14 brl. aftan við hann er Höskuldur RE 191, smíðaður í Danmörku 1916, 44 brl. Hét fyrst Ingibjörg EA 363. Togararnir sem liggja í sandinum austan við steinbryggjuna eru Draupnir RE 258, smíðaður í Beverley árið 1908, í miðið óþekktur og fjærst er Skúli fógeti RE 144, smíðaður í Beverly árið 1920. Við Faxa og Ingólfsgarðinn liggja togararnir í röðum, sumir að bíða eftir kolum fyrir næstu veiðiferð.

Reykjavíkurhöfn á 3 áratugnum. Ljósm: Magnús Ólafsson. Mynd í minni eigu.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57