28.08.2016 09:02

46. Fagranes. TFKA.

Djúpbáturinn Fagranes var smíðaður hjá Ankerlökken Verft A/S í Florö í Noregi árið 1963. Stál 133 brl. 495 ha. Lister díesel vél. Eigandi var h/f Djúpbáturinn á Ísafirði frá nóvember 1963. Ný vél (1985) 271 ha. Mirrlees Blackstone díesel vél, 199 Kw. Skipið var selt 12 mars, Fjörunesi h/f í Hafnarfirði, hét Fjörunes HF. Selt árið 1997, Arnari Sigurðssyni á Húsavík, fær nafnið Moby Dick ÞH og gerður út sem hvalaskoðunarbátur þar. Selt árið 2002, Moby Dick ehf í Keflavík. Árið 2014 er skipið í eigu Eyvindar Jóhannssonar í Garðabæ. Skipið var selt til Grænhöfðaeyja (2014 ?) en sú sala gekk til baka. Skipið er nú í eigu Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur.


Fagranes á siglingu í Jökulfjörðum.                                                                  Ljósmyndari óþekktur.


Moby Dick við bryggju í Keflavík.                                       (C) Þórhallur S Gjöveraa. 13 október 2013.


Moby Dick við bryggju í Keflavík.                                       (C) Þórhallur S Gjöveraa. 13 október 2013.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30