01.09.2016 00:44
B. v. Goðanes NK 105 landar afla sínum í bræðslu.
Í gær og fyrradag komu báðir togararnir, Egill rauði og
Goðanes, með karfa. Goðanes var með 360 tonn og var 110 tonnum af því skipað
hér í land, fer það til frystingar bæði hér og á Eskifirði ,en þangað er
nokkrum hluta aflans keyrt á bílum. 250 tonnum var skipað í land á Seyðisfirði
og fer það mest í bræðslu. Egill var með 280 tonn. Af því var 180 tonnum skipað
hér upp og verða 60 tonn af því keyrð til Eskifjarðar. Um 100 tonn verða sett í
bræðslu á Seyðisfirði. Báðir togararnir halda áfram á karfaveiðum. Héðan munu
10-12 bátar fara til síldveiða og eru sumir þeirra farnir norður.
Þjóðviljinn. 13 júlí 1951.
Þó að karfanum væri oft "mokað upp" og ekki nema litið magn af aflanum unnið til manneldis, þá gátu nú aðrar ástæður oft orðið til þess að hann færi í bræðslu. Yfirvinnubönn og verkföll verkafólks í landi settu oft strik í reikninginn, sem lesa má í þessari grein í Morgunblaðinu frá árinu 1965,;
Miklar
löndunartafir í Reykjavík
Afli
togaranna liggur undir skemmdum
Miklir erfiðleikar eru nú á löndun úr togurunum í
Reykjavik. Allir togararnir leggja þar upp nú, þar sem ekki er siglt með
aflann, en mannekla er mikil hjá Togaraafgreiðslunni og auk þess engin
eftirvinna leyfð af hálfu Dagsbrúnar. Hefur aflinn legið undir skemmdum, er
löndun fæst, og meiri hluti hans farið í gúanó en ella. Þorskkvótinn á Englandsmarkaði fyrir þennan mánuð var orðinn fullur hinn 10. og ýsukvótinn
22. Siðan hefur enginn íslenzkur togari siglt með afla sinn. Hallgrímur
Guðmundsson hjá togaraafgreiðslunni,
skýrði Mbl. svo frá í gær, að hreint öngþveiti ríkti um landanirnar. Á þriðja
dag tæki að landa úr hverjum togara, sökum fólksfæðar og stutts vinnudags.
Stöðugt væri verið að landa og fjöldi togara biði afgreiðslu miklu lengur en
góðu hófi gegndi. Ekki væri hægt að landa úr nema um 3 togurum á viku.
Hallgrímur kvað mega búast við löndunartregðu í Reykjavík í allt sumar, a.m.k.
fram í ágúst, er togararnir fara væntanlega aftur að landa í Þýzkalandi, en þar
er ekki tekið á móti íslenzkum fiski nú. Afli togaranna hefur verið sæmilegur,
þar til nú að undanförnu. Hann er nú heldur tregur og mestmegnis karfi. Allir
togararnir eru nú á heimamiðum, flestir út af Jökll og Bjargi. Marteinn Jónasson, hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur, kvað B.Ú.R. hafa orðið að gripa til þess ráðs, að senda hluta af
afla togaranna til vinnslu annarsstaðar, þar sem ekkí hafi mátt. tæpara standa
með fiskinn, er togararnir hafi fengið löndun. Ennþá hefði B.Ú.R. ekki þurft að
setja mjög mikinn hluta 'karfans í gúanó. Marteinn sagðist hafa átt tal við
skipstjórann á Þormóði goða, sem nú er að veiðum vestur við Víkur. Þyrfti hann
að fá löndun í síðasta lagi á fimmtudag, ef aflinn ætti ekki að skemmast. Nú
væri verið að byrja að landa úr Jóni Þorlákssyni, sem beðið hefði síðan fyrir
helgi, næstur væri Pétur Halldórsson, sem nú biði löndunar, þá kæmi Askur, svo
að ekki væri sýnt, að Þormóður goði kæmist að í þessari viku. Aðeins tveir
kostir væru fyrir hendi, sagði Marteinn, að fá löndun fyrir togarana úti á
landi, eða bíða í Reykjavík og reikna þá með að talsverður hluti aflans fari í
gúanó.
Morgunblaðið. 29 júní 1965.
Heimild: Saga sjávarútvegs á Íslandi. lll bindi.