03.09.2016 09:39

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17. TFKN.

Friðrik Sigurðsson ÁR 17 var smíðaður hjá Stálvík h/f í Garðahreppi árið 1969 fyrir Útgerðarfélagið Nöf h/f á Hofsósi, hét þá Halldór Sigurðsson SK 3. Stál 104 brl. 555 ha. M.W.M díesel vél. Skipið var selt 17 september árið 1971, Hafnarnesi h/f í Þorlákshöfn, hét Friðrik Sigurðsson ÁR 17. Árið 1974 var skipið lengt og mældist þá 126 brl. Ný vél (1979), 645 ha. Stork Werkspoor díesel vél. Frá 2 janúar 1981 hét skipið Jóhann Friðrik ÁR 17. 20 janúar 1984 fékk skipið sitt fyrra nafn, Friðrik Sigurðsson ÁR 17. Skipið var lengt og yfirbyggt árið 1989, mældist þá 162 brl. Ný vél (1992), 900 ha. Grenaa díesel vél, 682 Kw. Skipið er gert út í dag af Hafnarnes Ver h/f í Þorlákshöfn.


Friðrik Sigurðsson ÁR 17 í Reykjavíkurhöfn.                           (C) Þórhallur S Gjöveraa. 15 ágúst 2016.


Friðrik Sigurðsson ÁR 17 í REykjavíkurhöfn.                         (C) Þórhallur S Gjöveraa. 15 ágúst 2016.

Friðrik Sigurðsson ÁR 17 við Bótarbryggju.                             (C) Þórhallur S Gjöveraa. 21 ágúst 2016. 
Flettingar í dag: 2257
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1196032
Samtals gestir: 83800
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 18:44:54