04.09.2016 11:45

1574. Dröfn RE 35. TFOW.

Dröfn RE 35 var smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar h/f á Seyðisfirði árið 1981 fyrir Gylli h/f á Seyðisfirði, hét Ottó Wathne NS 90. Stál 155 brl. 573 ha. Caterpillar díesel vél, 421 Kw. Skipið var selt 28 nóvember árið 1984, Ríkissjóði Íslands í Reykjavík (Hafrannsóknarstofnun), fékk nafnið Dröfn RE 35. Skipið var selt árið 2005, Sigurbjörgu Jónsdóttur ehf í Reykjavík, sama nafn. Skipið er í dag skráð sem Dröfn ST 35 með heimahöfn á Drangsnesi.


Dröfn RE 35 í Reykjavíkurhöfn.                                      (C) Þórhallur S Gjöveraa. 11 ágúst 2016.


Dröfn RE 35 í Reykjavíkurhöfn.                                        (C) Þórhallur S Gjöveraa. 3 ágúst 2016.
Flettingar í dag: 2139
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1195914
Samtals gestir: 83797
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 17:34:41