08.09.2016 09:53

Enniberg TN 180. XPXL.

Færeyski togarinn Enniberg TN 180 var smíðaður hjá Brodogradiliste "Sava" Macvanska Mitrovica í Serbíu en skipið síðan klárað hjá Mjellem & Karlsen Verft A/S í Björgvin í Noregi árið 1990. 2.578 bt. 4.900 ha. Wichmann 12V28B vél, 3.606 Kw. Ný vél (2013) 6.115 ha. Wartsiila 9L32 vél. Eigandi skipsins er Enniberg-Argir í Þórshöfn í Færeyjum og heimahöfn togarans er Þórshöfn. Ég tók þessa mynd 5 september s.l. þegar togarinn lá við Grandagarðinn í Reykjavíkurhöfn.

Enniberg TN 180 við Grandagarð.                              (C) Þórhallur S Gjöveraa. 5 september 2016.

                                       Mettúr í Barentshafi

FÆREYSKI togarinn Enniberg kom til hafnar í Færeyjum í síðustu viku eftir eina bestu veiðiferð í sögu eyjanna. Frá þessu er greint á fréttavef IntraFish. Skipið var að veiðum í Barentshafi og hafa aflabrögðin þar aldrei verið eins góð að sögn skipstjórnans, Sonny Johannesen. Aflinn að lokinni 10 vikna veiðiferð var um 850 tonn af flökum. Enniberg komst í fréttir fyrir skömmu þegar greint var frá því að skipið hefði fengið tíu milljóna króna hal á svokölluðum Fugløybanka en Sonny Johannesen sagðist hafa fengið nokkur slík höl í veiðiferðinni, í samtali við færeyska dagblaðið Sosialurin, mörg þeirra hefðu verið meira en 60 tonn. Hann sagði sama hvar dýft var niður trolli, allsstaðar hefði verið mokfiskirí og ekki hefði fallið úr einn dagur alla veiðiferðina. Hann sagði aldrei hafa upplifað slíka mokveiði í Barentshafinu en Sonny þykir einn reyndasti skipstjóri Færeyinga á hafsvæðinu. Uppistaða aflans var þorskur, stórþorskur að sögn Sonny Johannesen, sem fékkst bæði innan norskrar og rússneskrar landhelgi.

Morgunblaðið. 15 apríl 2004.

Flettingar í dag: 2186
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1195961
Samtals gestir: 83797
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 17:56:03