11.09.2016 10:13
Þór ll. RE 158. TFIA.
Nýr Þór
Árið 1930 samþykkti ríkissjóður að kaupa nýtt skip í stað "gamla" Þórs sem hafði strandað árið áður. Skipið, sem hét Senator Schafer, var gufuskip, smíðað í Þýskalandi árið 1922 til veiða í Hvítahafinu. Skipið kom til Reykjavíkur 2 desember 1930, sem varðskipið Þór, eftir að hafa lent í einhverju mesta stórviðri sem sögur fara af hér við land.
Heimild: Svipmyndir úr 70 ára sögu. LHG. 1996.
B.v. Sævar
sekkur við Skotland - Mannbjörg
Óstöðvandi
leki kom að togaranum eftir að hann hafði tekið niðri.
LONDON, 19. maí. - íslenski togarinn Sævar, áður varðskipið
Þór, sökk á 30 faðma dýpi vestur af Islay í Hebrideseyjum snemma í morgun.
Áhöfn skipsins bjargaðist til lands á svonefndum Cul Point í skipsbátunum.
íbúar á staðnum tóku á móti þeim og veittu þeim aðhlynningu, en síðar voru þeir
fluttir í gistihús í þorpinu Port Charlotte. Alls eru skipbrotsmennirnir 15,
þar af 14 frá Reykjavík.
Strandvarnarliðið á Islay, sem sá neyðarrakettu skotið frá togaranum, tilkynnti
það björgunarsveitinni í
Portaskaig, hinum megin á eynni. í símtali við Reuters í dag sagðist Magnúsi
Grímssyni, skipstjóri á Sævari, svo frá atburðum: "Við vorum með steinnökkva í
eftirdragi, sem við tókum í Dartmouth og fara átti til Reykjavíkur. Skipið
hlýtur að hafa tekið niðri, þegar við í gærkvöldi fórum frá Portnahaven á
Islay, því að skyndilega kom að því leki. Var þá strax byrjað að, dæla, en
seint i gærkvöldi var kominn svo mikill sjór í skipið að það hallaðist mikið.
Okkur varð ljóst, að við höfðum ekki lengur við lekanum, og skutum því
neyðarrakettum og jeg gaf skipun um að yfirgefa skipið. Er skipshöfnin var
komin í tvo báta, fór jeg frá borði í þeim þriðja, fimm mínútum áður en skipið
sökk.
Búist er við því að áhöfnin á Sævari
dveljist á Islay þar til á morgun (laugardag)", en fari þá til Glasgow og
bíði þar ferðar heim. Um steinnökkvann er það að segja, að honum tókst að bjarga
og verður honum komið hingað heim. Sævar
var um 120 feta langur. Var hann byggður í Þýskalandi 1922, en keyptur hingað
um 1930.
Morgunblaðið 20 maí 1950.