13.09.2016 07:08
49. Faxaborg RE 126. TFYR.
Faxaborgin
brann og sökk í Faxaflóa í gær
Faxaborg GK
133 sökk í gær um fjögurleytið útaf Jökli eftir að eldur hafði komið upp í
skipinu í fyrrinótt. Mannbjörg varð og komu skipverjar með Gísla lóðs til
Hafnarfjarðar í gærkvöld.
Faxaborg er 109 tonn, smíðuð í Svíþjóð 1947, og er Jón
Gíslason í Hafmarfirði eigandi skipsins. Faxaborg var á veiðum um 17 sjómílur
suð-vestur af Maliarrifi, er eldur kom upp í vélarrúmi, og var þá nýbúið að
kasta trollinu. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar skipstjóra á Faxaborgu í
viðtali við Þjóðviljann var ekki viðlit að ráða við eldinn, og var reynt að
byrgja eldinn og gera bátum viðvart og björgunarbátar gerðir klárir. Annar
bátur frá sömu útgerð, Gísli lóðs, var þar skammt undan og kom á vettvang um 1
klst. eftir að eldur kom upp í Faxaborgu. Þá logaði stafna á milli í Faxaborgu,
og varð ekki við neitt ráðið, svo að báturinn sökk um fjögurleytið í gær eins
og fyrr er frá sagt, og komu björgunarmenn og skipbrotsmenn til Hafnarfjarðar í
gærkvöld.
Þjóðviljinn 13 september 1968.