15.09.2016 07:44

446. Garðar EA 761. TFRQ.

Garðar EA 761 var smíðaður í Gautaborg í Svíþjóð árið 1946. Eik 51 brl. 170 ha. Polar díesel vél. Eigandi var h/f Garðar í Rauðuvík á Ársskógssandi ( Valtýr Þorsteinsson ) frá 11 apríl 1947. Ný vél (1954) 240 ha. GM díesel vél. Seldur 17 janúar 1964, Rúnari Hallgrímssyni í Keflavík og Faxafiski h/f í Hafnarfirði, báturinn hét Garðar GK 61. Seldur 17 september árið 1969, Kristjáni B Magnússyni og Karli Helga Gíslasyni á Suðureyri við Súgandafjörð, hét Björgvin ÍS 515. Seldur 4 apríl 1971, Guðlaugi Aðalsteinssyni í Vogum á Vatnsleysuströnd, hét Skarphéðinn GK 35. Seldur 28 nóvember 1975, Skarphéðni h/f á Eskifirði, báturinn hét Skarphéðinn SU 588. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 29 nóvember árið 1978.

 
Garðar EA 761 á síldveiðum á Eyjafirði.                                                     (C) Minjasafnið á Akureyri.
Flettingar í dag: 12312
Gestir í dag: 135
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1273454
Samtals gestir: 86468
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 22:04:05