16.09.2016 10:41

244. Gullberg NS 11. TFYG.

Gullberg NS 11 var smíðaður hjá Skipaviðgerðum h/f í Vestmannaeyjum árið 1964 fyrir Gullberg h/f á Seyðisfirði. Eik 162 brl. 625 ha. Kromhout díesel vél. Skipið var selt 13 janúar 1971, Ufsabergi h/f í Vestmannaeyjum, hét Gullberg VE 292. Skipið var endurmælt í apríl 1971, mældist þá 105 brl. Selt 4 september 1975, Snæfelli s/f í Vestmannaeyjum, hét Glófaxi VE 300. Skipið var endurmælt í september 1977, mældist þá 108 brl. Skipið var yfirbyggt árið 1985. Ný vél (1991) 800 ha. Mitsubishi vél, 588 Kw. Skipið var selt árið 1996, Útgerðarfélaginu Glófaxa ehf í Vestmannaeyjum, hét Krossey SF 26 og var skráð á Höfn í Hornafirði. Árið 1999 heitir skipið Glófaxi ll VE 301, sami eigandi. Sama ár, nýtt nafn, hét þá Sæfaxi VE 30, sömu eigendur. Skipið var selt til Ghana 8 ágúst árið 2003.


Gullberg NS 11 á hringnótaveiðum fyrir sunnan land í mars 1969.                      (C) Sigurgeir Jónasson.


Fyrsta áhöfnin á Gullbergi NS 11. Myndin er tekin í Vestmannaeyjum í mars 1964. frá v: Guðmundur Sigurðsson 2 vélstjóri, Sigurður Finnbogason háseti, Valgeir Emilsson háseti, Gunnar Þórðarson 1 vélstjóri, Ólafur Guðjónsson matsveinn, Steingrímur Jónsson háseti, Aðalsteinn Einarsson háseti, Sigurður Friðriksson háseti, Aðalbjörn Haraldsson stýrimaður, Sveinn Finnbogason háseti og Jón Pálsson skipstjóri.
                                                                                                  Ljósmyndari óþekktur.

     165 tonna eikarbátur smíðaður í Vestmannaeyjum

Í Dag fór nýr bátur, sem smiðaður var hér í Eyjum hjá Skipaviðgerðum, í reynsluför. Bátur þessi er Gullberg NS 11, og eigandi Gullberg h.f á Seyðisfirði, framkvæmdastjóri Ólafur Ólafsson, Seyðisfirði. Gullberg er 165 tonna batur smíðaður úr eik hjá Skipaviðgerðum h.f. eins og fyrr segir. Teikningar að bátnum gerði Egill Þorfinnsson, Keflavík, en yfirsmiður við byggingu bátsins var Ólafur Jónsson Vestmannaeyjum. Magni h.f. og vélsmiðjan Völundur sáu um niðursetningu á vél bátsins, sem er af Kromhout gerð 625 hestöfl. Um innréttingu bátsins sá Ólafur Björnsson húsgagnasmíðameistari ásamt fleirum. Skipstjóri á bátnum er Jón Pálsson. Í reynsluferðinni var siglt suður fyrir nýju eyna, og gekk báturinn 11,2 mílur í reynsluferðinni, þrátt fyrir að vélaraflið væii ekki notað til fullnustu. Töluverður sjór var, og reyndist Gullberg hið ágætasta sjóskip. Allur frágangur á bátnum að utan og innan er hinn vandaðasti og ber meisturum sínum góðan vitnisburð í hvívetna. Báturinn fer á þorskaveiðar með nót, núna til að byrja með.

Tíminn 18 mars 1964.



Flettingar í dag: 390
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 2218
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1193010
Samtals gestir: 83723
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 11:21:13