20.09.2016 12:14
759. Jón Þorláksson RE 60. TFÍK.
Jón Þorláksson RE 60 var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Daníels Þorsteinssonar í Reykjavík árið 1935. Eik 51 brl. 130 ha. Völund díesel vél. Eigendur voru Ingvar Vilhjálmsson, Guðmundur Þ Guðmundsson og Kristinn Guðbjartsson í Reykjavík frá 26 júní 1935. Ný vél (1946) 180 ha. Völund vél. Báturinn var seldur 5 febrúar 1948, Þorsteini Gíslasyni, Jóhanni Sigfússyni og Sigurði Gísla Bjarnasyni í Vestmannaeyjum, fær nafnið Sjöfn VE 37. Sigurður Gísli Bjarnason seldi sinn hlut í bátnum 26 maí 1951. Þá var skráður eigandi Sjöfn h/f í Vestmannaeyjum. Ný vél (1956) 240 ha. Gamma díesel vél. Og aftur ný vél (1971) 240 ha. Gamma vél, eins vél og var áður. Seldur 29 desember 1972, Hauki Jóhannssyni og Þorleifi Guðjónssyni í Vestmannaeyjum. 5 janúar 1975 var Haukur Jóhannsson einn eigandi af bátnum. Ný vél (1987) 425 ha. Caterpillar vél. Báturinn var seldur 12 nóvember 1989, Hrafni Óskari Oddssyni, Bergvin Oddsyni og Arthúr Erni Bogasyni í Vestmannaeyjum, sama nafn. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1 september árið 1994. Báturinn var síðan brenndur í Vestmannaeyjum árið 1995.


Jón Þorláksson RE 60 að landa síld á Siglufirði. Ljósmyndari óþekktur.
Sjöfn VE 37. Ljósmyndari óþekktur, mynd úr Íslensk skip.
Tveir
"Borgarstjórnar"bátar leigðir til Vestmannaeyja
Vestmanneyingar hafa tekið á leigu: Þorstein RE 21, Jón
Þorláksson RE 60, Þórir R E 194 og Már RE 100 og stunda þeir fiskveiðar í
Vestmannaeyjum.
Tímaritið Ægir 1 apríl 1937.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 800
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 1961
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 1255674
Samtals gestir: 86095
Tölur uppfærðar: 13.5.2025 16:28:56