22.09.2016 08:28
Olaf EA 210. TFJG.
Olaf EA 210 var smíðaður í Þrándheimi í Noregi árið 1902. Stál 74 brl. 110 ha. 2 þennslu gufuvél. Skipið var stækkað árið 1930. Eigendur voru Guðmundur Guðmundsson og Jón Guðmundsson á Akureyri frá 7 júní árið 1934. Selt 21 september 1943, Hlutafélaginu Marz í Hrísey, skipið hét Eldey EA 210. Steindór Jónsson skipstjóri á Akureyri, keypti skipið árið 1945 og lét breyta því í farþega og flutningaskip, skipið hét Drangur EA 210. Ný vél (1946) 200 ha. Kahlenberg vél. Drangur var í póstferðum á árunum 1946 til ársins 1959 á milli Akureyrar og Siglufjarðar og nokkra vetur fór hann einnig til Sauðárkróks og annarra Skagafjarðarhafna. Skipið var selt til niðurrifs og tekið af skrá 8 júlí árið 1960. Drangi var sökkt á Akureyri og notaður sem undirstaða fyrir Höphnersbryggju.