25.09.2016 10:17
1661. Gullver NS 12. TFPG.
Nýr skuttogari, m/s Gullver NS 12, bottist við
fiskiskipastól landsmanna 12. júlí s.l., en þann dag kom skipið í fyrsta sinn
til heimahafnar sinnar, Seyðisfjarðar. Gullver NS er smíðaður hjá Flekkefjord
Slipp & Maskinfabrikk i Flekkefjord í Noregi og er smíðanúmer 132 hjá
stöðinni. Gullver NS, sem er smíðaður eftir teikningu frá Ankerlökken Marine
AIS, er tólfti skuttogarinn sem umrodd stöð smíðar fyrir íslendinga, en auk
þess hefur stöðin séð um smíði á einum skuttogaraskrokk fyrir Slippstöðina, sem
Slippstöðin lauk við frágang á og afhenti í apríl 1977 (Björgúlfur EA).
Skrokkar allra þessara skuttogara eru smíðaðir hjá Kvina Verft í Noregi, sem
annast hefur þann þátt smíðinnar fyrir Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk.
Þeir skuttogarar sem stöðin hefur áður smíðað fyrir íslendinga eru: Júlíus
Geirmundsson ÍS (nú Bergvík KE), Guðbjartur ÍS, Bessi IS, Framnes I ÍS og
Björgvin EA, systurskip, mesta lengd 46.56 m; - Guðbjörg ÍS (nú Snæfugl SU),
Gyllir ÍS, Ásgeir RE og Ásbjörn RE, systurskip smíðuð eftir sömu frumteikningu,
en 3.3 m lengri en upphaflegu skipin; - Júlíus Geirmundsson ÍS, mesta lengd
53.45 m; Guðbjörg ÍS, mesta lengd 55.40 m; og nú síðast Gullver NS, sem
smíðaður er eftir sömu frumteikningu og 2. kynslóðin (togarar nr. 6-9) en
breytt skrokklögun afturskips (meira skrúfupláss) og breytt fyrirkomulag einkum
varðandi íbúðir og togþilfar. Togþilfar skipsins er að fyrirkomulagi til
hliðstætt því sem er í nýju Guðbjörginni, þ.e. gangur fyrir miðju fram að
stefni með tveimur tvöföldum bobbingarennum og þilfarshús í síðum. Gullver NS
er í eigu Gullbergs h.f á Seyðisfirði og kemur í stað samnefnds skuttogara
(mesta lengd 40.0 m) sem keyptur var 4ra ára gamall til landsins árið 1972.
Eldra skipið gekk upp í smíðasamning fyrir nýja skipið. Seyðfirðingar eiga
fyrir einn skuttogara, Gullberg NS, smíðaður í Noregi árið 1977. Skipstjóri á
Gullveri NS er Jón Pálsson og 1. vélstjóri Einar J. Hilmarsson.
Framkvomdastjóri útgerðar er Adolf Guðmundsson.
Tímaritið Ægir 1 október 1983.