29.09.2016 07:32

Hilmir NK 34.

Hilmir NK 34 var smíðaður í Noregi árið 1927. Eik og fura 23 brl. 40 ha. Wichmann vél. Eigendur voru feðgarnir Lúðvík S Sigurðsson og Sigurður Lúðvíksson í Neskaupstað. Þeir keyptu bátinn frá Noregi árið 1929, hét áður Steinsland. 16 febrúar árið 1937 var Sigurður Lúðvíksson einn skráður eigandi. Ný vél (1946) 115 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 13 júní árið 1950, Benedikt Benediktssyni í Reykjavík, báturinn hét Hilmir RE 220. Seldur 16 nóvember árið 1953, Hilmi h/f í Hafnarfirði, hét Hilmir GK 220. Seldur 9 desember árið 1954, Halldóri Bjarnasyni í Reykjavík, báturinn hét Hilmir RE 213. Báturinn var talinn ónýtur árið 1960 og tekinn af skrá 9 mars árið 1961.

 
Hilmir NK 34 með fullfermi. Norðfjarðarnýpa í baksýn.                                       (C) Björn Björnsson.
 
Hilmir NK 34. Líkan Gríms Karlssonar.                                                       (C) Þórhallur S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 411
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 2218
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1193031
Samtals gestir: 83727
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 11:42:16