05.10.2016 12:47

E. s. Skjöld. NCRQ / NJQS / LBKP.

Skjöld var smíðaður hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn árið 1869 fyrir Dampskibet Skjöld Rederi A/S í Svendborg í Danmörku. Smíðanúmer 52. Stál 66,64 brl. 120 ha. 2 þennslu gufuvél. Skipið var selt 10 mars 1874, Sonderburger Dampfschiffsfahrts Gesellschaft í Sönderborg í Þýskalandi. Selt 10 maí 1898, Vejle Dampbaade A/S í Vejle í Danmörku. Selt 28 júní 1916, Fiskerikonsulent Matthías Þórðarson í Charlottenlund í Kaupmannahöfn. Skipið var selt 19 október 1916, Elíasi Stefánssyni í Reykjavík. Skipið var selt árið 1920, Eimskipafélagi Suðurlands h/f. Skjöld var í póstferðum milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness á árunum 1918 til 1922 og flutti farþega, póst og vörur. Skipinu var lagt árið 1922. Selt árið 1924, Kristjáni Ottasyni í Reykjavík. Skipið mun hafa verið rifið um árið 1930.

E.s Skjöld á Reykjavíkurhöfn árið 1916.                                                    Ljósm: Magnús Ólafsson. 
Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 2218
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1193596
Samtals gestir: 83749
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 21:39:33