11.10.2016 12:12
53. Andvari RE 8. TFKP.
Andvari RE 8 var smíðaður í Skredsvik í Svíþjóð árið 1946. Eik. 102 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Hlutafélagið Freyr í Reykjavík frá 30 nóvember árið 1946. Ný vél (1954) 330 ha. Alpha díesel vél. Sama ár fékk skipið nafnið Fiskaklettur RE 8, eigandi Freyr h/f í Reykjavík. Selt 12 október 1961, Frey h/f í Reykjavík, hét Fiskaklettur GK 131. Árið 1967 var skipið endurmælt, mældist þá 97 brl. Selt 20 maí 1968, Bernharð Ingimundarsyni og Gunnari Kristinssyni í Vestmannaeyjum, skipið hét Kristín VE 71. Selt 8 nóvember 1969, Ólafi S Lárussyni í Keflavík, hét Jón Guðmundsson KE 4. Skipið var aftur endurmælt árið 1970 og mælist eftir það 89 brl. Selt 23 febrúar 1972, Jóhanni Guðbrandssyni í Sandgerði, skipið hét Sandgerðingur GK 517. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá árið 1980.


Andvari RE 8 á síldveiðum. (C) Sigurgeir B Halldórsson.
53. Jón Guðmundsson KE 4. Líkan Gríms Karlssonar. (C) Þórhallur S Gjöveraa.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 2218
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1193596
Samtals gestir: 83749
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 21:39:33