12.10.2016 11:15
1942. Bliki EA 12. TFLL.
Nýr Bliki
væntanlegur
Bliki hf. á Dalvík hefur fest kaup á nýjum frystitogara er
smíðaður var í Svíþjóð og er hann væntanlegur til heimahafnar upp úr miðjum
september. Skipið er 242 lestir, 34 metrar að lengd og 8,75 metrar að breidd.
Aðalvélin er 990 hestafla Bergen diesel. Nýja skipið hefur hlotið nafnið Bliki
EA 12 og kemur í stað gamla Blika. Fyrirtækið skipti reyndar á gamla Blika og
Arnari ÁR 12 frá Þorlákshöfn og Arnar verður síðan látinn ganga upp í kaupin á
nýja Blika. Skipið er gert fyrir almennar togveiðar og fer á rækjuveiðar. Það
er búið tækjum til frystingar um borð og einnig lausfrystingar. Kaupverð
skipsins er rúmar 35 milljónir sænskra króna eða um 254 milljónir króna.
Dagur 3 september 1988.