13.10.2016 11:19

Huginn ll ÍS 92. TFCK.

Huginn ll ÍS 92 var smíðaður í Korsör í Danmörku árið 1934 fyrir Hlutafélagið Huginn á Ísafirði. Eik. 59 brl. 150 ha. Völund vél. Skipið var selt til Nýfundnalands og tekið af skrá 1 nóvember árið 1950. Huginn ll átti sér tvö systurskip, sömu útgerðar, en þau hétu Huginn l ÍS 91 og 607. Huginn lll ÍS 93.


Huginn ll ÍS 92 að landa síld á Siglufirði.                        Ljósmyndari óþekktur. Mynd í minni eigu.

         Hlutafélagið Huginn á Ísafirði

Árið 1934 hóf nýtt hlutafélag, er Huginn nefndist, starfsemi. Helsti hvatamaður að stofnun þess var Björgvin Bjarnason, og fékk hann til liðs við sig ýmsa þekkta gorgara og fyrirtæki á Ísafirði sem tengdust sjávarútvegi, Íshúsfélag Ísfirðinga, Íshúsfélagið Jökul og Vélbátaábyrgðarfélag Ísfirðinga. Félagið lét smíða í Danmörku þrjá báta, sem hétu Huginn l, ll og lll, og komu hinir fyrstu tveir til Ísafjarðar árið 1934, en hinn þriðji árið eftir. Huginn l var 57 brl. að stærð, en hinir tveir 59 brl. hvor, og var þeim öllum haldið jöfnum höndum til þorsk og síldveiða. Skipstjórar voru þeir Ragnar Jóhannsson á Huganum l, Guðbjörn Jónsson á Huganum ll og Indriði Jónsson á Huganum lll. Björgvin Bjarnason var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins.

Heimild: Víkingur 13-14 tbl. 1940.
Flettingar í dag: 976
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 2218
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1193596
Samtals gestir: 83749
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 21:39:33