18.10.2016 11:26
B. v. Garðar Þorsteinsson GK 3. TFDE.
Garðar Þorsteinsson GK 3 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1948 fyrir Útgerðarfélagið Hrímfaxa og Sviða h/f í Hafnarfirði. Smíðanúmer 790. 677 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. Skipið var sjósett 28 janúar 1948. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Hafnarfjarðar 21 júní sama ár. 15 mars árið 1951 var Ríkissjóður Íslands skráður eigandi. Skipið var selt 24 júlí 1951, Bæjarsjóði Siglufjarðarkaupstaðar, hét Hafliði SI 2. Selt 2 maí árið 1969, Útgerðarfélagi Siglufjarðar h/f. Togarinn var seldur til Englands og tekinn af skrá 7 júní árið 1973.

75. Garðar Þorsteinsson GK 3. Ljósmyndari óþekktur.
Garðar
Þorsteinsson kom í gær
Nýsköpunartogarinn , Garðar Þorsteinsson GK 3 frá Hafnarfirði.
lagðist að bryggju þar suður frá fánum skreyttur laust fyrir hádegi í gær.
Mannfjöldi var á bryggjunni til að fagna skipi og skipverjum, en bryggjan hafði
verið fánum skreytt. Kristján Bergsson framkvstj. útgerðarinnar, Hrímfaxi og
Sviði h/f, bauð gestum að skoða skipið og lýsti byggingu þess. Garðar Þorsteinsson
er af næst stærstu gerð nýsköpunartogaranna, Röðul-gerðin, 180 feta langur.
Hann er byggður í Beverley. Togarinn er nefndur eftir Garðari Þorsteinssyni
alþingismanni, er Ijest á s.l. ári. Skipstjóri á Garðar Þorsteinssyni er Guðmundur
Þorleifsson og fyrsti vjelstjóri Jón Björnsson. Togarinn er 26.
nýsköpunartogarinn sem til landsins kemur. Hann fer væntanlega á veiðar annað
kvöld.
Morgunblaðið. 22 júní 1948.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30