20.10.2016 09:46

Fríða RE 13. LBPT.

Kútter Fríða RE 13 var smíðuð hjá William McCann´s Shipyard on Carrison Side í Hull árið 1884 fyrir Richard Simpson & George Bowman í Hull. Hét fyrst City of Edinboro H 1394. Eik 83 brl. Geir Zoega útgerðar og kaupmaður í Reykjavík kaupir skipið 21 febrúar árið 1897, ásamt fjórum öðrum kútterum, bæði fyrir sjálfan sig, tengdason sinn og fl. Seld árið 1908, Sjávarborg í Hafnarfirði, sama nafn. Selt í nóvember 1913, Niels Juel Mortensen í Færeyjum, hét Fríða TG 546. Fær nýtt nafn árið 1924, hét þá Solvaborg TG 546. Selt árið 1943, Ola Olsen í Vestmanna í Færeyjum, hét Solvasker VN 304. Fékk nýtt nafn árið 1957, hét Sjoborgin FD 48. Einnig var sett díesel vél í skipið sama ár, óvíst um stærð og gerð. Selt árið 1962, Hans Petur Hojgaard, sama nafn. Skipið var selt árið 1980, Dr. Henry Irvine sem flytur það til Hull og það gert upp í upprunalegri mynd, en heldur vélinni. Nýtt nafn árið 1984, William McCann, til heiðurs þeim er byggði skipið. Árið 1994 var eigandi skipsins William McCann Trust í Hartlepool í Englandi. Árið 1996 fær skipið sitt fyrsta nafn, City og Edinboro og í kjölfarið flutt til Lowestoft. Selt árið 2000, Excelsior Trust og bíður þess að vera gert upp. Fleiri upplýsingar hef ég ekki um kútter Fríðu RE 13, hvort skipið hafi verið gert upp og gert að safni, en vonandi hefur það verið gert.


Fríða RE 13.                                                              Ljósmyndari óþekktur, mynd úr Íslensk skip.


William McCann H 1394 í slipp í Grimsby.                                                              (C) Steve Farrow.


William McCann H 1394.                                                                              Ljósmyndari óþekktur.


City of Edinboro í slipp í Hull.       Ljósm: óþekktur.


City of Edinboro H 1394.                                                                    Höfundur teikningar óþekktur.
Flettingar í dag: 394
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194169
Samtals gestir: 83774
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 04:35:00