21.10.2016 10:34
Fylkir NK 46.
Fylkir NK 46 var smíðaður af Pétri Vigelund í Neskaupstað árið 1930. Eik. 22 brl. 42 ha. Alpha vél. Eigandi var Verslun Sigfúsar Sveinssonar í Neskaupstað frá 2 maí 1930. Ný vél (1939) 80 ha. Alpha vél. Báturinn var seldur 15 janúar 1943, Hauki Ólafssyni í Neskaupstað. Seldur Einari Waag í Klaksvík í Færeyjum, hét Fylkir KG 116. Seldur árið 1949, Gunnari Haldansen í Vestmanna, Færeyjum, hét Sigursteinur VN 319. Seldur árið 1952, Nicolaj Nysted í Hvannasund, Færeyjum, hét Justa Jógvan KG 115. Seldur árið 1955, Arhold Jacobsen í Saurvogi, Færeyjum, hét Rógvakollur VA 123. Ný vél (1957) 76 ha. tegund óþekkt. Seldur árið 1959, Jens Rasmussen í Saurvogi, sama nafn og númer. Bátinn rak á land og sökk við Skopun í Færeyjum, 11 febrúar árið 1967.


Fylkir NK 46 í bóli sínu á Norðfirði. (C) Björn Björnsson.
Rógvukollur VA 123 (C) www.vagaskip.dk
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 11368
Gestir í dag: 114
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1272510
Samtals gestir: 86447
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 14:43:57