22.10.2016 09:50

2850. Skálaberg RE 7. TFKV.

Skálaberg RE 7 var smíðaður hjá Shipyard N.A. 61 Communara í Nikolayev í Úkraínu en skipið klárað hjá Kimek A/S í Kirkenes í Noregi árið 2003 fyrir J.F.K. Trol p/f í Klaksvík í Færeyjum, hét Skálaberg KG 118. 3.695 bt. 10.728 ha. Wartsiila NSD 16V32 vél, 8.000 Kw. Selt 18 janúar 2010, Patagonia y Antártida S.A. Rebautizado í Argentínu, skipið hét Esperanza Del Sur. Skipið var selt 30 október 2012, Brimi h/f í Reykjavík, hét Skálaberg RE 7. Skipið var selt 13 júní 2014, Arctic Prime Fisheries í Qaqortoq á Grænlandi og heitir í dag Ilivileq GR-2-201.


Skálaberg RE 7 í Las Palmas á Kanaríeyjum 5 mars 2013.                                      (C) Patalavaca.


Skálaberg RE 7 við Miðbakka Reykjavíkurhafnar.                                         (C) Anna Kristjánsdóttir.


Skálaberg KG 118.                                                                                     (C) ShipSpotting.com


Esperanza Del Sur.                                                                                       (C) Miguel A Caldeano.

           Skálaberg RE 7 á heimleið

Skála­berg RE 7, frysti­tog­ari sem Brim hf. keypti í fyrra­haust, er nú á heim­leið frá Las Palmas á Kana­ríeyj­um og er vænt­an­legt til Reykja­vík­ur á morg­un. Guðmund­ur Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Brims, seg­ir að framund­an sé að end­ur­skipu­leggja milli­dekk skips­ins og taki sú vinna um einn mánuð. "Von­andi verður kom­in á skyn­sam­leg sjáv­ar­út­vegs­stefna með nýrri rík­is­stjórn þegar þeirri vinnu verður lokið," seg­ir Guðmund­ur.

Brim hf. keypti skipið frá Arg­entínu í sept­em­ber í fyrra og var kaup­verðið um 3,5 millj­arðar króna. Það var smíðað í Nor­egi 2003 fyr­ir fær­eyskt út­gerðarfé­lag, en er á meðal nýj­ustu skut­tog­ara Íslend­inga. Skála­bergið var gert út frá Fær­eyj­um og und­ir því nafni til árs­ins 2010 er það var selt til Arg­entínu. Skipið er 74,50 metra langt, 16 metra breitt og er 3.435 brúttó­lest­ir. Skipið er vel búið tækj­um og frystigeta þess er 100 tonn á sól­ar­hring. Það er m.a. sér­stak­lega styrkt til sigl­inga á norðlæg­um slóðum.
Guðmund­ur seg­ir ekki liggja fyr­ir hvenær skipið fari á veiðar, á næstu vik­um komi í ljós hver þró­un­in verði í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Hann gagn­rýn­ir fyr­ir­komu­lag veiðigjalda og seg­ir aðeins hluta af fyr­ir­tækj­um greiða fullt gjald. Í því sam­bandi nefn­ir hann að rang­ir þorskí­gild­isstuðlar mis­muni fyr­ir­tækj­um og stuðst sé við und­ar­legt af­slátt­ar­kerfi vegna skulda.

Morgunblaðið 15 maí 2013.

           Skálaberg selt til Grænlands

Frystitogari Brims hf, Skálaberg RE 7 hefur verið seldur til Grænlands á næsta ári. Kaupandi er Artic Prime Fisheries í Qagortog, en Brim á minnihluta í fyrirtækinu.
Skipið verður gert út frá Grænlandi með þarlendri og íslenskri áhöfn. Brim keypti togarann fyrir þrjá og hálfan milljarð króna frá Argentínu fyrir rúmu ári. Skálberg RE 7, er eitt fullkomnasta veiðiskip íslenska flotans. Það kom hingað til lands í maí, en hefur legið hér við bryggju í Reykjavík allar götur síðan. "Þegar við keyptum það, þá höfðum við trú á því innan íslensku lögsögunnar, en núna er ekki rekstrargrundvöllur fyrir þetta skip á Íslandi og það verður selt erlendis á næsta ári," segir Guðmundur. 
Guðmundur segir að það sé breytt landslag í sjávarútveginum. "Aðalatriðið er það að nú er farið að skattleggja sjávarútveginn eftir þorskígildisstuðlum. Eina sem þeir segja er verðmæti þorsktefunda yfiir hafnarkantinn og að skattleggja okkur eftir því gerir rekstur svona stórra og dýrra skipa vonlausan á Íslandi. Það er ekkert tekið tillit til fjárfestingarinnar í þessari fjárfestingu. Þetta er annað árið hjá okkur núna sem við erum að ganga í gegnum þetta og við sjáum ekki grundvöllinn lengur."

ruv.is 17 desember 2013.



Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57