24.10.2016 10:42

B. v. Baldvin NC 100. DFIA.

Baldvin NC 100 var smíðaður hjá Szczecinska Stocznia Remontow Gryfia S.A. í Szczecin í Póllandi og smíðinni síðan lokið hjá Simek A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1992 sem 2165. Baldvin Þorsteinsson EA 10 fyrir Samherja h/f á Akureyri. Smíðanúmer 78. 995 brl. 3.589 ha. Wichmann vél, 2.640 Kw. Skipið var selt 2 maí 2002, Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven í Þýskalandi sem er dótturfyrirtæki Samherja. Fékk nafnið Baldvin NC 100. Ný vél (2005) 4.077 ha. MaK vél. Skipið var lengt um 14 metra árið 2014 og mælist nú 1.906 bt. Togarinn er gerður út af DFFU í Cuxhaven í Þýskalandi í dag.


Baldvin NC 100 að koma til hafnar á Dalvík.                             (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Baldvin NC 100 á Dalvík.                                                          (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Baldvin NC 100.                                                                      (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Baldvin NC 100 við slippbryggjuna á Akureyri.                  (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2165. Baldvin Þorsteinsson EA 10. Líkan.                      (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.

         Baldvin Þorsteinsson EA 10

Nýr skuttogari bættist við flota Akureyringa 20. nóvember, er b/v Baldvin Þorsteinsson EA 10 kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Skipið er nýsmíði nr. 78 frá SIMEK A/S, Flekkefjord í Noregi, og var afhent frá stöðinni 12. nóvember.
Skrokkur skipsins er smíðaður í Póllandi hjá skipasmíðastöðinni Szczecin Ship Repair Yard "Gryfia". Hönnun skipsins var samvinna eiganda (Samherja), Teiknistofu Karls G. Þorleifssonar, Skipatækni hf., og SIMEK A/S, en línuhönnun unnin af Marintek í Þrándheimi. Þetta er þriðja fiskiskipið sem umrædd stöð smíðar fyrir íslendinga, hin fyrrí eru Ýmir HF og Snæfell EA (nú Hrafn Sveinbjarnarson GK). Baldvin Þorsteinsson EA er frystitogari með búnað til flakavinnslu.
 Skipið er búið kældum blóðgunarkörum sem er nýjung í skipi hérlendis. Skipið er smíðað í ísklassa 1B (heildarklassa) hjá Det Norske Veritas, sem er umfram það sem tíðkast hefur fyrir fiskiskip hérlendis. Þá er togþilfar skipsins búið fyrir þrjár vörpur undirslegnar. Skipið er annað stærsta fiskiskip flotans, en Vigri RE, sem fjallað var um í 9. tbl., er stærri.
Á móti hinu nýja skipi úreldir útgerðin skuttogarann Þorstein EA (1393), tvö stálfiskiskip, Búrfell KE (17) og Þorlák Helga EA (200), auk þess lítinn trébát. Baldvin Þorsteinsson EA er í eigu Samherja hf, Akureyri. Skipstjóri á skipinu er Þorsteinn Vilhelmsson og yfirvélstjóri Baldvin Loftsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Þorsteinn Már Baldvinsson.

Ægir 11 tbl. 1992.

      BALDVIN NC LENGDUR UM 14 METRA


Togarinn Baldvin NC 100, sem er í eigur dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union, var lengdur í Póllandi um 14 metra og verður breytingum á skipinu lokið í Slippnum á Akureyri, meðal annars verður komið fyrir ýmsum vinnslubúnaði. Hluti búnaðarins er íslenskur. Baldvin NC 100 hét áður Baldvin Þorsteinsson EA og var þá gerður út af Samherja. Meðfylgjandi mynd var tekin af Baldvin við bryggju á Akureyri.
Íslenskir iðnaðarmenn unnu að breytingunum í Póllandi, meðal annars iðnaðarmenn frá Akureyri.

Vikudagur.is 25 apríl 2014.

Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1193895
Samtals gestir: 83766
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 01:21:01