30.10.2016 10:22
161. Ólafur Magnússon EA 250. TFWX.
Ólafur Magnússon EA 250 var smíðaður í Brattvag í Noregi árið 1960 fyrir Valtýr Þorsteinsson útgerðarmann á Akureyri. Stál. 173 brl. 600 ha. Wichmann díesel vél. Skipið var lengt 1965, mældist þá 226 brl. Endurmælt í janúar 1969, mældist þá 187 brl. Árið 1975 var Valtýr Þorsteinsson h/f á Akureyri skráður eigandi skipsins. Selt 22 nóvember 1983, Nirði h/f í Hrísey, hét Sólfell EA 640. Selt 17 október 1992, Sædísi h/f á Ólafsfirði, sama nafn og númer. Talið ónýtt og tekið af skrá 13 nóvember 1992.


Ólafur Magnússon EA 250 á leið inn til Raufarhafnar. (C) raufarhofn.net
Ólafur Magnússon EA 250. Líkan. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Ólafur
Magnússon aflahæstur
Hörður
Björnsson aflakóngur á vertíðinni
Síðdegis í gær lagðist Ólafur Magnússon EA 250 að Torfunesbryggju
á Akureyri og er hættur síldveiðum.
Hann veiddi fyrstu Norðurlandssíldina 13. júní, 528 mál og tunnur, 25 sjómílur
austur af Horni og síðustu síldina 470 tunnur 10. sept. 100 sjómílur austur af
Dalatanga. Sú síld var fallegasta síldin á sumrinu og var hún öll söltuð. Ólafur Magnússon er nýjasta skip Valtýs
Þorsteinssonar út- gerðarmanns á Akureyri. Blaðið hitti Hörð Björnsson
skipstjóra á hinu aflasæla skipi í gær.
Hvað ertu búinn af afla mikið?
22.364 mál og tunnur.
Aflaverðmæti?
Það mun vera nálægt 3,4 milljónum króna, en hásetahlut er ekki búið að reikna út. Ellefu þúsund tunnur fóru í salt og frystingu.
Af hverju einkenndust veiðarnar mest í sumar?
Góðri tíð, meira síldarmagni en áður og stórum torfum. Leitartæki verða sífellt fullkomnari og veiðitæknin eykst og er kraftblökkin gott dæmi um það.
Hvað er til marks um stóru köstin?
Skipstjórinn flettir skipsbókinni og hún sýnir að 9 sinnum fengust 1000 mála og tunnu , köst eða meira. Við vorum heppnir í sumar.
Hvað komuð þið mest með úr veióiferð?
Tæp 1300 mál úr einu kasti og urðum þó að sleppa nokkrum bundruðum mála. Dagur þakkar viðtalið og óskar hinum 33 ára gamla, hávaxna og fríða skipstjóra til hamingju með vertíðina og nafnbótina Aflakóngur síldveiðanna 1961. Á Ólafi Magnússyni er 11 manna eyfirzk áhöfn. Stýrimaður er Jónas Garðarsson og fyrsti vélstjóri Jóhannes Baldvinsson.
Hvað ertu búinn af afla mikið?
22.364 mál og tunnur.
Aflaverðmæti?
Það mun vera nálægt 3,4 milljónum króna, en hásetahlut er ekki búið að reikna út. Ellefu þúsund tunnur fóru í salt og frystingu.
Af hverju einkenndust veiðarnar mest í sumar?
Góðri tíð, meira síldarmagni en áður og stórum torfum. Leitartæki verða sífellt fullkomnari og veiðitæknin eykst og er kraftblökkin gott dæmi um það.
Hvað er til marks um stóru köstin?
Skipstjórinn flettir skipsbókinni og hún sýnir að 9 sinnum fengust 1000 mála og tunnu , köst eða meira. Við vorum heppnir í sumar.
Hvað komuð þið mest með úr veióiferð?
Tæp 1300 mál úr einu kasti og urðum þó að sleppa nokkrum bundruðum mála. Dagur þakkar viðtalið og óskar hinum 33 ára gamla, hávaxna og fríða skipstjóra til hamingju með vertíðina og nafnbótina Aflakóngur síldveiðanna 1961. Á Ólafi Magnússyni er 11 manna eyfirzk áhöfn. Stýrimaður er Jónas Garðarsson og fyrsti vélstjóri Jóhannes Baldvinsson.
Dagur 13 september 1961.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30